Um Kórinn

Raddbandafélag Reykjavíkur var stofnað haustið 2002 upp úr kvartettinum “Góðir í boði” sem þá hafði verið starfræktur í eitt ár. Kvartettinn skipuðu Björn Björnsson, Gústav Hjörtur Gústavsson, Ólafur M. Magnússon og Sævar S. Kristinsson en leiðbeinandi og stjórnandi hópsins var Sigrún Grendal. Vorið 2002 héldu “Góðir í boði” upp á eins árs afmæli sitt með söngferð til Ítalíu sem farin var með Karlakór Kjalnesinga, Sigurði Demetz og fleiru góðu fólki. Í þeirri ferð söng kvartettinn sitt síðasta því þar var ákveðið að fjölga í hópnum.

Haustið 2002 var hópurinn stækkaður um helming og Raddbandafélag Reykjavíkur varð til. Í dag er sönghópurinn skipaður ellefu söngmönnum sem flestir hafa sungið í ýmsum kórum um árabil og jafnframt eru margir þeirra í einsöngsnámi.

Raddbandafélagið hefur faglegan metnað að leiðarljósi en félagslega hliðin er aldrei langt undan og léttleiki svífur yfir vötnum. Hvort tveggja er látið haldast í hendur og vera gagnverkandi í allri starfsemi sönghópsins. Viðfangsefnin spanna vítt svið og tekur kórinn fyrir lög af ólíkum stíltegundum og frá ólíkum tímabilum tónlistarsögunnar og syngur Raddbandafélagið hvort sem er án eða með undirleiks. Á fjölbreyttri efnisskrá sönghópsins er m.a. að finna íslensk og erlend þjóðlög og sönglög, barbershop lög og erlend dægurlög í léttri sveiflu.

Á nýhöfnum starfsferli sínum hefur Raddbandafélag Reykjavíkur haldið tónleika bæði sér og með öðrum, sungið við brúðkaup, í stórafmælum, á sjúkrahúsum, kosningaskemmtunum sem og við hin ólíkustu tækifæri. Hér á eftir eru tilteknir helstu viðburðir og uppákomur í starfi sönghópsins.

Starfsferill

Desember 2002 Aðventusöngur í Smáralind

23. desember 2002 Sungið í Kastljósi Ríkissjónvarpsins á Þorláksmessu

29. mars 2003 Tónleikar í Hjallakirkju með Samkór Kópavogs og Kleifarkvartettinum

11. apríl 2003 Sungið við vígslu Höfuðborgarstofu

14. maí 2003 Vortónleikar Raddbandafélags Reykjavíkur í Laugarneskirkju

29. maí 2003 Vortónleikar í Hveragerðiskirkju með sönghópnum Veirunum

16. ágúst 2003 Sungið í Höfuðborgarstofu á Menningarnótt í Reykjavík

17. ágúst 2003 Tónleikar Raddbandafélags Reykjavíkur í röð “Sumartónleika Stykkishólmskirkju”

11. október 2003 Sungið á skemmtun kóramóts sunnlenskra karlakóra á Selfossi

12. desember 2003 Sungið fyrir Samgöngunefnd Reykjavíkurborgar

18. desember 2003 Tónleikar í Hallgrímskirkju til styrktar krabbameinssjúkum börnum með Kristjáni
Jóhannssyni, Sigríði Beinteinsdóttur, Ólafi M. Magnússyni, Karlakór Kjalnesinga og hljómsveit

20. desember 2003 Tónleikar í Smáralind til styrktar krabbameinssjúkum börnum með Kristjáni Jóhannssyni, Sigríði Beinteinsdóttur, Ólafi M. Magnússyni, Kristínu Sigurðardóttur, Páli Rósinkrans, Karlakór Kjalnesinga og hljómsveit

Október 2004. Menningarferð til Búlgaríu. M.a. tónleikar í Þjóðleikhúsi Búlgaríu í Sophiu.

Maí 2006, Tónleikar í St. Petersburg, Nordic Music festival, Snorri Wium söng með Raddbandafélaginu á tónleikunm.

Kennitala raddbandafélagsins: 410304 2870

Banki: 0116-26-4103

Comments are closed.