Félagatal


Gústav Hjörtur Gústavsson 1. tenór

Fæddur í Reykjavík á seinni hluta síðustu aldar. Á, eins og aðrir topp-tenorar, ættir að rekja norður í land, en ber snilldina með hógværð og lítillæti, eins og tenora er siður. Var og er í söngnámi hjá Guðbirni Guðbjörnssyni, Birni Björnssyni og Sigurði Demez, í mis miklu mæli. Hefur sungið með ýmsum kórum og kvartettum, eins og: “Karlakór Reykjavíkur”, “Kirkjukór Áskirkju” og “Góðir í boði”. Gústi gengur stundum undir nafninu El Solo Dinero.
Þorleifur Kr. Alfonsson 1. tenór


Sigurvin Sigurðsson 1. tenór 

Stundaði söngnám í Söngskóla Sigurðar Demetz undir leiðsögn Jóns Þorsteinssonar og Auðar Gunnarsdóttur óperusöngkonu en Sigurvin er sonur Elínar Sigurvinsdóttur óperusöngkonu. Hann hefur  verið í Raddbandafélaginu frá stofnun þess, en hann kom upprunanlega úr röðum Karlakórs Kjalnesinga. Sigurvin er formaður Raddbandafélagsins um þessar mundir og gengur jafnan undir nafninu El Grande Présidente. Hann hefur komið fram með ýmsum kórum og einnig sem einsöngvari.

 

Björn Grétar Baldursson 2. tenór

Björn Grétar er yngsti meðlimur Raddbandafélagsins og  gengur undir nafninu El Poco. Björn Grétar kemur frá Laugum Reykjadal, en þar sigraði hann m.a. í söngvakeppninni Tónkvíslin.
Björn Grétar er nemi í Háskóla Íslands.

 

 


 

Guðmundur Jens Bjarnason 2. tenór

Guðmundur er hokinn af reynslu í  kórsöng og svo er hann vel leikandi á gítar og Ukulele sem Raddbandafélagið notar óspart. Guðmundur Jens, eða El Scribo, hefur sungið með mörgum kórum eins og t.d. Góðum Grönnum.
Ólafur Guðmundsson 2. tenór

 

 

Sveinn Erlendsson 1. bassi

Sveinn rekur ættir sínar úr sunnlenskum sveitum og er tónelskur mjög, sótti tíma hjá Ragnheiði Guðmundsdóttur söngkennara. Svenna hefur verið komið fyrir í öllum röddum nema 1. tenór.  Núverandi staðsetning er 2. tenór.

 

 

Sævar Kristinsson 1. bassi

Sævar stundaði söngnám í söngskóla Sigurðar Demetz hjá Bergþóri Pálssyni og lauk þaðan burtfararprófi. Sævar var einn af upprunanlegum kvartett sem Raddbandafélagið er stofnað úr, Góðir í Boði, ásam,mt Gústavi H Gústavssyni, Birni Bjarnasyni og Ólafi Magnússyni.

 

 

 

 

 

Jón Bjarni Baldursson 1. bassi

Leiðbeinandi í enskuframburði til margra ára og stundar viðskipti um allan heim, gefur sér samt tíma til að þenja raddbönd að hætti færeyskra grindhvala sem vilst hafa af leið, þessi fagurraddaði sveinn er í 1.bassa.

 

 

 

Guðmundur Sigþórsson 2. bassi

Það þurfti aldrei kosningu í fyrsta formannsembætti Raddbandafélagsins. Þegar menn sáu og heyrðu í Guðmundi í fyrsta sinn þá var það morgunljóst hver yrði fyrsti formaður hópsins. Nú sinnir hann andlegri leiðsögn hópsins af kostgæfni. Guðmundur, sem hefur gríðarlega reynslu af kórsöng, er sá meðlimur Raddbandafélagsins sem hefur bókstaflega orðið fyrir meiðslum á sviði, en það var þegar Raddbandafélagið sýndi brot úr balletnum Svanavatnið á frægri skemmtun.

 

Tómas Haarde 2. bassi

Tómas hefur stundað nám við Söngskóla Sigurðar Demetz frá árinu 2008 undir handleiðslu Jóhanns Smára Sævarssonar, Gunnars Guðbjörnssonar og Kristjáns Jóhannssonar. Hann hefur tekið þátt í nokkrum nemendaóperum á vegum skólans.

Comments are closed.